Glæsileg frammistaða Viðars og Þyts
Viðar Bragason og Þytur frá Narfastöðum sigruðu í 1. flokki með einkunnina 7.20 á fyrsta móti í G.Hjálmarsson deild hestamannafélagsins Léttis á dögunum. Þessir margreyndu félagar voru efstir eftir forkeppni með einkunnina 6.90 og héldu sínu striki í úrslitunum og sigruðu örugglega eftir glæsilegar sýningar. Að þessu sinni var keppt í fjórgangi.
Um er að ræða mótaröð sem Léttir heldur en er opin öllum sem eru í hestamannafélagi og hafa náð 22 ára aldri. GHjálmarsson deildin er einstklingskeppni þar sem knaparnir safna stigum á hverju móti og eftir lokamótið standa þeir stigahæstu uppi sem sigurvegarar.
Á mótaröðinni er keppt í fjórgangi, slaktaumatölti, fimmgangi, tölti og skeiði.
2. flokkur hóf keppni og eftir forkeppni voru Dalvíkingurinn Rúnar Júlíus Gunnarsson og Valur frá Tóftum með einkunnina 6.40. Þeir héldu efsta sætinu og sigruðu með einkunnina 6.70 þrátt fyrir harða atlögu annarra knapa.
2. flokkur A- úrslit
1. Rúnar Júlíus Gunnarsson og Valur frá Tóftum 6.70
2. Helena Ketilsdóttir og Kambur frá Akureyri 6.43
3. Hreinn Haukur Pálsson og Léttir frá Húsanesi 5.97
4. Svanur Berg Jóhannsson og Stormur frá Feti 5.93
5. Baldur Rúnarsson og Gyðja frá Hveragerði 5.73
6. Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Sigur frá Steinnesi 5.50
1. flokkur A- úrslit
1. Viðar Bragason og Þytur frá Narfastöðum 7.20
2. Vignir Sigurðsson og Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 6.83
3. Tryggvi Björnsson og Birta frá Húsavík 6.73
4. Fanndís Viðarsdóttir og Birta frá Gunnarsstöðum 6.70
5. Egill Már Vignisson og Bjarmi frá Akureyri 6.63
6. Guðmundur Karl Tryggvason og Assa frá Miðhúsum 6.47
Nánari niðurstöður má finna á www.lettir.is og í LH kappa appinu
Efstu knapar og hestar í 2. flokki þar sem Rúnar Júlíus Gunnarsson og Valur frá Tóftum urðu hlutskarpastir.