Fara í efni
Íþróttir

Fyrsta ringómótið haldið á Akureyri

Frá fyrsta mótinu í ringó sem haldið hefur veirð á Akureyri. Mynd: Akureyri.is.

Ný íþróttagrein hefur verið að ryðja sér til rúms meðal hinna eldri hér á Akureyri. Greinin nefnist ringó og fyrir skemmstu var haldið fyrsta ringómótið á Akureyri. Það voru Virk efri ár og Félag eldri borgara á Akureyri sem stóðu að mótinu. Lið frá Kópavogi, Borgarfirði, Hvammstanga, Suðurlandi tóku þátt í mótinu ásamt Akureyringum. Frá þessu er sagt á vef Akureyrarbæjar

Þessari íþróttagrein svipar til blaks, nema hvað leikið er með gúmmíhringum sem liðin kasta yfir blaknet og reyna að koma þeim í gólfið hjá andstæðingunum. Keppt hefur verið í ringó á Landsmótum UMFÍ frá árinu 2009, en íþróttin var í fyrsta skipti formlega spiluð í Póllandi árið 1959. 


Ringóhringir. Mynd: Akureyri.is.