Fara í efni
Íþróttir

Fyrsta mark Birgis - 66. deildarmark Jóhanns

Þórsarar fagna marki Jóhanns Helga Hannesson gegn Þrótti í síðustu viku. Fremstur fyrir miðju er Birgir Ómar Hlynsson sem gerði í kvöld fyrsta mark sitt fyrir Þór. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jóhann Helgi Hannesson gerði í kvöld 66. mark sitt fyrir Þór í deildakeppni og Birgir Ómar Hlynsson skoraði í fyrsta skipti fyrir meistaraflokk, þegar Þórsarar gerðu jafntefli 2:2, við Grindavík á útivelli í næstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Lengjudeildinni. Þórsarar komust í 2:0 en það dugði ekki til.

Jóhann Helgi er þar með orðinn markahæsti Þórsarinn frá upphafi, hefur gert alls 74 mörk í deilda- og bikarleikjum en Ármann Pétur Ævarsson gerði 73 á sínum tíma.

Þórsliðið er nú um miðja deild með 16 stig eftir 12 leiki.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.