Íþróttir
Frábær viðsnúningur Íslandsmeistaranna
23.03.2023 kl. 22:30
Þessi þrjú „gömlu brýni“ komu mjög við sögu í SA-liðinu í kvöld; Andri Mikaelsson, lengst til vinstri, Orri Blöndal í baráttunn og Jóhann Leifsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Íslandsmeistarar Skautafélags Akureyrar, SA Víkingar, sneru blaðinu heldur betur við í kvöld þegar þeir mættu Skautafélagi Reykjavíkur í öðrum leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. SR vann fyrsta leikinn örugglega á Akureyri en í kvöld unnu Strákarnir okkar sannfærandi sigur, 5:2 í Reykjavík.
Leikurinn var stórskemmtilegur,hart tekist eins og vera ber og nú voru leikmenn SA sjálfum sér líkir!
- 0:1 Unnar Rúnarsson (04:15)
- 1:1 Gunnlaugur Þorsteinsson (16:18)
_ _ _ - 2:1 Þorgils Eggertsson (26:35)
- 2:2 Andri Mikaelsson (35:16)
_ _ _ - 2:3 Gunnar Arason (42:40)
- 2:4 Hafþór Sigrúnarson (47:36)
- 2:5 Jóhann Leifsson (59:23)
Ítarlega var fjallað um leikinn á mbl.is í kvöld. Smellið hér til að lesa umfjöllunina.
Þriðji úrslitaleikurinn verður í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 16.45 á sunnudaginn, sá fjórði næsta þriðjudag í Reykjavík og komi til fimmta leiksins verður hann á Akureyri fimmtudaginn 30. mars.