Fara í efni
Íþróttir

Frábær sigur Þórsara en KA menn steinlágu

Jovan Kukobat var frábær í markinu hjá Þór í dag. Hér er hann með boltann eftir að hafa varið skot frá Valsmanni í hraðaupphlaupi stuttu fyrir leikslok, þegar gestirnir gátu minnkað muninn niður í eitt mark. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta þegar Valsmenn komu í heimsókn, 25:22, og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu í harðri baráttu um að halda sér í deildinni. KA-menn urðu hins vegar að gera sér stórt tap að góðu þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfirði. Haukar unnu níu marka sigur, 32:23.

Öll lið deildarinnar hafa nú lokið 16 leikjum. Eftir leiki dagsins KA-menn komnir niður í áttunda sæti, hafa 17 stig eins og Valsmenn, sem teljast í sjöunda sæti vegna betri markatölu. Fram er aðeins einu stigi á eftir. Átta efstu lið komast í úrslitakeppnina. Þór er næst neðstur með átta stig en Grótta þar fyrir ofan með 10. Tvö neðstu liðin falla. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni, áður en úrslitakeppnin hefst.

Nánar um leikina síðar.