Fara í efni
Íþróttir

Frábær sigur í 101. landsleik Rutar

Rut Jónsdóttir og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á Ásvöllum í dag.

Ísland vann glæsilegan sigur á Serbíu, 23:21, í undankeppni Evrópumóts landsliða í handbolta í dag. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs, var heiðruð í dag í tilefni þess að leikurinn við Svía ytra fyrir helgi var 100. landsleikur hennar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, færði henni blómvönd og gjöf. Rut er aðeins tíunda íslenska landsliðskonan sem nær þessum áfanga. 

Hér er viðtal við Rut á handboltavef Íslands, handbolti.is

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.