Fjórtán frá SA á HM í íshokkí karla
Karlalandslið Íslands í íshokkí er komið til Spánar þar sem liðið etur kappi við Ástrala, Króata, Spánverja, Ísraelsmenn og Georgíumenn í 2. deild A heimsmeistaramótsins. Tíu leikmenn, einn þjálfari, einn liðsstjóri og tveir tækjastjórar í íslenska hópnum koma frá Skautafélagi Akureyrar.
Leikmenn SA með landsliðinu eru: Andri Már Mikaelsson, Atli Sveinsson, Gunnar Arason, Heiðar Jóhannsson, Ingvar Jónsson, Jakob Jóhannesson, Jóhann Már Leifsson, Ormur Jónsson, Ólafur Baldvin Björgvinsson og Unnar Rúnarsson.
Auk leikmannanna eru fjórir frá SA í þjálfarateyminu og starfsliðinu, en það eru Sami Lehtinen, annar þjálfara landsliðsins, sem er þjálfari beggja liðanna hjá SA, Rúnar Freyr Rúnarsson liðsstjóri og þeir Ari Gunnar Óskarsson og Leifur Ólafsson, sem báðir eru tækjastjórar með landsliðinu. Þeir Rúnar, Ari og Leifur eiga svo reyndar einnig allir syni í landsliðinu, þá Unnar Rúnarsson, Gunnar Arason og Jóhann Má Leifsson.
Strákarnir mæta liði Georgíu í fyrsta leik á morgun, sunnudaginn 16. apríl og hefst hann kl. 10:30 að íslenskum tíma.
Frétt á vef Íshokkísambandsins
Dagskrá mótsins og aðrar upplýsingar á vef IIHF.
Leikir Íslands
- 16. apríl kl. 10:30
Ísland – Georgía - 17. apríl kl. 10:30
Ísland - Króatía - 19. apríl kl. 14:00
Ísland - Ástralía - 21. apríl kl. 17:30
Ísland - Spánn - 22. apríl kl. 14:00
Ísland - Ísrael