Fara í efni
Íþróttir

Fimm spor í vörina: Ég verð flott næstu daga!

Sandra María Jessen og Jakobína Hjörvarsdóttir um borð í Herjólfi á leið í land með þrjú stig og Sandra með „minjagripinn“ í andlitinu.

Sandra María Jessen fékk fast olnbogaskot í andlitið seint í fyrri hálfleik þegar Þór/KA vann ÍBV 1:0 í Eyjum í dag í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, eins og fram kom á Akureyri.net fyrr í dag. Sandra hafði þá þegar gert eina mark leiksins, 

Kanadíska stúlkan Holly O'Neill í liði ÍBV var rekin af velli fyrir olnbogaskotið og Sandra María fór ekki bara með þrjú stig úr Eyjum heldur „minjagrip“ um olnbogaskotið að auki. „Já, það þurfti að sauma fimm spor í vörina. Ég verð rosalega flott næstu daga! En það skiptir engu máli, það eina sem skiptir máli er að við unnum og fengum þrjú stig, útlitið er algjört aukaatriði,“ sagði Sandra María.

Umfjöllun um leikinn: Þriðja mark Söndru og sanngjarn sigur

Jakobína Hjörvarsdóttir myndar Söndru Maríu um borð í Herjólfi í dag. Til vinstri er varnarmaðurinn Dominique Jaylin Randle.