Íþróttir
Fer Íslandsbikarinn á loft á Akureyri í kvöld?
29.04.2021 kl. 15:21
Leikmönnum hleypur stundum kapp í kinn á svellinu, til dæmis í fyrsta úrslitaleik SA og Fjölnis á Akureyri um síðustu helgi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Karlalið Skautafélags Akureyrar getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri á Fjölni í þriðja úrslitaleik liðanna, sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.
Akureyringar unnu fyrsta leikinn á heimavelli, 2:1, og lögðu Fjölnismenn aftur að velli í Reykjavík á þriðjudaginn, 3:1. Báðir leikirnir hafa verið jafnir og skemmtilegir þannig að ekki er á vísan að róa, en öruggt mál að ekkert verður gefið eftir í kvöld enda mikið í húfi.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á vef Íshokkísambandsins. Smellið hér til að horfa.