Fara í efni
Íþróttir

Færeyskur línumaður gengur til liðs við KA

Pætur Mikkjalsson. Mynd af heimasíðu KA.

Færeyski handboltamaðurinn Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Þar segir að Pætur sé lykilmaður í landsliði Færeyja, „rétt eins og þeir Áki Egilsnes, Allan Norðberg og Nicholas Satchwell sem leika allir með KA í dag. Það er ekki nokkur spurning að koma Pæturs til KA mun styrkja lið okkar enn frekar og bíðum við spennt eftir því að fá hann norður á komandi tímabili.“

Markvörðurinn Satchwell hefur nýlega framlengt samning sinn við KA en greint hefur verið frá því að Áki Egilsnes rær á önnur mið í sumar.

Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greinir frá því í kvöld að Mikkjalsson komi til KA frá SUS Nyborg í Danmörku. Hann gerði 62 mörk í 26 leikjum í vetur en liðið varð neðst í dönsku B-deildinni og féll niður í C-deild. Áður lék með Pætur í heimalandinu; hóf ferilinn hjá H71 en hefur líka leikið með Neistanum.