Færeyskur línumaður gengur til liðs við KA
Færeyski handboltamaðurinn Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.
Þar segir að Pætur sé lykilmaður í landsliði Færeyja, „rétt eins og þeir Áki Egilsnes, Allan Norðberg og Nicholas Satchwell sem leika allir með KA í dag. Það er ekki nokkur spurning að koma Pæturs til KA mun styrkja lið okkar enn frekar og bíðum við spennt eftir því að fá hann norður á komandi tímabili.“
Markvörðurinn Satchwell hefur nýlega framlengt samning sinn við KA en greint hefur verið frá því að Áki Egilsnes rær á önnur mið í sumar.
Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greinir frá því í kvöld að Mikkjalsson komi til KA frá SUS Nyborg í Danmörku. Hann gerði 62 mörk í 26 leikjum í vetur en liðið varð neðst í dönsku B-deildinni og féll niður í C-deild. Áður lék með Pætur í heimalandinu; hóf ferilinn hjá H71 en hefur líka leikið með Neistanum.