Enn dökknar útlitið hjá KA-strákunum
Líkurnar á að KA komist í átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta minnkuðu enn í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabæ. Raunar sogast KA-menn enn frekar í fallbaráttuna því ÍR-ingar eru sem fyrr þremur stigum á eftir, í næst neðsta sæti, en eiga nú tvo leiki til góða.
Mikil batamerki voru á leik KA frá síðustu leikjum, en tap varð engu að síður staðreynd. Stjarnan vann 30:26
Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og Stjarnan aðeins einu marki yfir að honum loknum, 13:12. Eftir að staðan var 16:16 tóku heimamenn sprett og gerðu fjögur mörk í röð en að þeim kafla loknum svöruðu KA-menn með þremur mörkum í röð; staðan þá 20:19. Enn stigu Garðbæðingarnir á bensíngjöfina og komust nokkrum mörkum yfir en aftur minnkaði KA muninn í eitt mark, 26:25. Stjörnumenn voru svo heldur sterkari á lokakakaflanum.
Mörk KA: Ólafur Gústafsson 9, Dagur Gautason 4, Jens Bragi Bergþórsson 4, Einar Rafn Eiðsson 4 (3 víti), Allan Norðberg 3, Gauti Gunnarsson 2.
Varin skot: Nicholas Satchwell 14 (40%) og Bruno Bernat 6 (46,2%).
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.