Fara í efni
Íþróttir

Enn bitu Þórsarar í súrt körfuboltaepli

Smári Jónsson í þann mund að skora tvö af 15 stigum sínum í gærkvöldi. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar urðu að bíta í það súra epli að tapa enn einum leiknum á Íslandsmótinu í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur kom í heimsókn og vann öruggan sigur, 108:74.

  • Skorið eftir leikhlutum: 21:27 – 23:20 (44:47) 15:38 – 15:23 – 74:108

Fyrri hálfleikurinn var jafn eins og tölurnar hér að ofan bera með sér en Þórsarar misstigu sig illilega í þeim seinni, sáu hreinlega aldrei til sólar og áttu ekki möguleika gegn öflugu liði gestanna.

Þórsliðið hefur aðeins unnið einn leik í vetur en þetta var 12. tapið. Liðið er lang neðst í næst efstu deild Íslandsmótsins.

Arturo Fernandez Rodriquez var atkvæðamestur Þórsara í gær þegar heildar tölfræðin er skoðuð. Hann lék sérlega vel í fyrri hálfleik og gerði 23 stig en var nánast ósýnilegur í þeim seinni. Ótrúlegt en satt: hann gerði ekki eitt einasta sig í síðari hálfleik! Smári Jónsson og Toni Cutuk gerðu báðir 15 stig.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina