Fara í efni
Íþróttir

Danskur bakvörður með Þór út leiktíðina

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við danskan leikmann, August Emil Haas, og mun hann leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar.

Emil Haas er 24 ára bakvörður, 188 cm á hæð. Hann lék síðast með BMS Herlev í dönsku úrvalsdeildinni. Árin 2016 til 2019 lék hann með bandarísku háskólaliði og þar áður með SISU í heimalandinu. Þetta kemur fram á vef Þórs þar sem segir að Emil Haas hafi leikið með A-landsliði Danmerkur og öllum yngri landsliðunum. Hann er þegar kominn með leikheimild.

Næsti leikur Þór er gegn Stjörnunni á útivelli næsta fimmtudag.