Brynjar mættur til Lecce – allt klárt
Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason úr KA, kom til borgarinnar Lecce á Ítalíu í morgun ásamt föður sínum, Bjarna Áskelssyni. Feðgarnir flugu frá Íslandi í gær. Miðvörðurinn ungi fór í læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifaði að því loknu formlega undir sammning við Lecce. Samningur hans við ítalska félagið er til þriggja ára með möguleika á tveimur til viðbótar að þeim tíma liðnum.
Leikmenn mæta til æfinga í heimaborginni á morgun og í næstu vikur verður haldið í viku æfingaferð norður í land.
Fyrsti „alvöru“ leikur Lecce á keppnistímabilinu verður 15. ágúst gegn Parma í bikarkeppninni. Goðsögnin Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og landsliðsins til fjölda ára, samdi í sumar við Parma, þar sem hann hóf ferilinn á sínum tíma. Liðin leika bæði í B-deildinni í vetur. Ekki er sem sagt loku fyrir það skotið að Bjarnason og Buffon mætist í fyrsta leik!
Brynjar Ingi á flugvellinum í Brindisi í morgun.