Íþróttir
Brynjar Ingi byrjar gegn Mexíkó í nótt
Brynjar Ingi Bjarnason með boltann í leiknum gegn Víkingi á Íslandsmótinu á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Brynjar Ingi Bjarnason, knattspyrnumaður úr KA, er í byrjunarliði Íslands í vináttuleiknum gegn Mexíkó sem hefst í Arlington í Bandaríkjunum klukkan 1 eftir miðnætti. Þetta er fyrsti landsleikur Brynjars Inga. Þrír Akureyringar byrja í leiknum á eftir, auk Brynjars eru „gömlu kempurnar“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, og Birkir Bjarnason á sínum stað.
Byrjunarliðið er svona - mynd af twitter síðu KSÍ