Fara í efni
Íþróttir

Brynjar Ingi á leið til Rosenborg?

Brynjar Ingi Bjarnason í búningi Lecce.

Brynjar Ingi Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er á mála hjá B-deildarliði Lecce á Ítalíu, er orðaður við Rosenborg í Noregi. Fótboltasíða Íslands, fotbolti.net, fullyrðir í kvöld að Lecce hafi samþykkt tilboð frá norska félaginu.

Lecce keypti Brynjar Inga frá KA í sumar. Miðvörðurinn, sem er aðeins 22 ára, er orðinn lykilmaður í landsliði Íslands en hefur fengið fá tækifæri með ítalska liðinu.

Eftir því sem Akureyri.net kemst næst eru fleiri lið en Rosenborg að velta fyrir sér að bjóða í Brynjar Inga en Lecce hefur aðeins borist eitt kauptilboð í KA-manninn til þessa.

Frétt fotbolta.net