Fara í efni
Íþróttir

Bocciafólk í stuði á Norðurlandsmótinu

Kristín Ólafsdóttir einbeitt á Norðurlandsmótinu í dag, Stefán Thorarensen bíður átekta. Ljósmynd: Jón Óskar Ísleifsson.

Líf og fjör var á hinu árlega Norðurlandsmóti í boccia sem fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Keppendur voru um 65, frá Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík og Akureyri. Stemningin var góð og allt gekk eins og í sögu. Lokahóf er svo í kvöld í íþróttahúsi Síðuskóla.

Jón Óskar Ísleifsson ljósmyndari og einn keppenda á mótinu var að sjálfsögðu með myndavélina í farteskinu eins og venjulega. Jón Óskar er vinur Akureyri.net og sendi þessar myndir.

Arndís Atladóttir, Nanna Kristín Antonsdóttir og Esther Berg Grétarsdóttir.

Unnur Marta Svansdóttir og Vilberg Lindi Sigmundsson.

Kristín Ólafsdóttir og Stefán Thorarensen.