Bjarni Guðjón aftur í byrjunarliðið
Íslenska U19 landsliðið í knattspyrnu mætir Grikkjum í kvöld kl. 19 í lokaleik sínum í B-riðli í lokakeppni EM sem fram fer þessa dagana á Möltu. Bjarni Guðjón Brynjólfsson er í byrjunarliðinu. Ísland þarf sigur og um leið að treysta á ósigur Norðmanna til að komast áfram.
Ísland tapaði 1-2 gegn Spáni í fyrsta leik sínum í riðlinum, en gerði síðan 1-1 jafntefli við Norðmenn, en þeir norsku unnu síðan Grikki 5-4 í 2. umferðinni og eru því með fjögur stig. Íslendingar verða því að treysta á að Spánverjar sigri Norðmenn, en á sama tíma verða okkar drengir að vinna Grikki og myndi það nægja til að komast í undanúrslit á mótinu.
Bjarni var í leikbanni þegar íslenska liðið gerði jafntefli við Norðmenn í öðrum leik sínum í mótinu, en hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum.
Leikurinn verður sýndur á Rúv 2: Beint | RÚV Sjónvarp (ruv.is)