Íþróttir
Birnir Vagn fjórfaldur Íslandsmeistari
23.03.2022 kl. 06:00
UFA-liðar á Meistaramótinu um helgina. Frá vinstri: Guðmundur Daði Kristjánsson, þjálfari, Birnir Vagn Finnsson, Sigurlaug Anna Sveinsdóttir, Tjörvi Leó Helgason og Róbert Mackay.
Birnir Vagn Finnsson úr Ungmennafélagi Akureyrar varð fjórfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum, á Meistaramóti Íslands innanhúss í flokki 15-22 ára sem fram fór í Reykjavík um nýliðna helgi. Alls fögnuðu liðsmenn UFA sjö Íslandsmeistaratitlum.
Birnir Vagn Finnsson, 18-19 ára flokkur
- 60 m hlaup – 7,09 sek – Íslandsmeistari
- 60 m grindahlaup – 8,47 sek – Íslandsmeistari
- Langstökk – 6,66 m – Íslandsmeistari
- Þrístökk – 11,63 m – Íslandsmeistari
Að auki fékk Birnir silfurverðlaun í tveimur greinum, hástökki (1,85 m) og kúluvarpi (11,31 m).
Róbert Mackay, 16-17 ára flokkur
- 60 m hlaup – 7,31 sek – Íslandsmeistari
- 200m hlaup – 28,83 sek – Íslandsmeistari
Þá varð Róbert annar í 60m grindahlaupi (9,14 sek) og 400 m hlaupi (53,76 sek)
Tjörvi Leó Helgason fékk brons í þrístökki í sama aldursflokki, stökk 10,71 m
Sigurlaug Anna Sveinsdóttir, 16-17 ára flokkur
- 400 m hlaupi – 62,28 sek – Íslandsmeistari
Hún varð líka fjórða í 60 m hlaupi (8,28 sek), 200m (27,66 sek) langstökki (4,73 m) og kúluvarpi (11,39 m)