Íþróttir
Birkir fékk brons í júdó á Reykjavíkurleikunum
01.02.2023 kl. 15:00
Samir Ómar Jónsson, Birkir Bergsveinsson, Breki Mikael Adamsson og þjálfari þeirra, Elvira Dragemark.
KA-maðurinn Birkir Bergsveinsson lenti í þriðja sæti í júdókeppni á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Reykjavik Judo Open er hluti af leikunum, Reykjavík International Games, alþjóðlegri íþróttahátíð sem fer nú fram í sextánda sinn.
Birkir keppti í - 66 kg flokki. Hann tapaði fyrstu glímu en fékk svokallaða uppreisn þar sem hann vann tvær næstu glímur og hafnaði í 3. sæti.
Júdókeppni Reykjavíkurleikanna hefur farið stækkandi undanfarin ár og að þessu sinni voru tæplega 50 erlendir keppendur mættir til leiks, skv. tilkynningu frá KA.