Fara í efni
Íþróttir

Bikarmeistararnir mæta Frömurum

Leikmenn KA/Þórs með bikarinn eftir sigur á Fram í úrslitaleiknum í haust. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs mæta Fram í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar í handbolta. Liðin mættust í úrslitaleik keppninnar á síðasta ári þar sem KA/Þór sigraði örugglega, 27:20. Fram er nú í efsta sæti Olísdeildar Íslandsmótsins.

Í karlaflokki drógust KA-menn gegn Selfyssingum og takist Þórsurum að komast í undanúrslitin mæta þeir Valsmönnum, sem eru ríkjandi bikarmeistarar. Dregið var í dag.

Undanúrslit kvenna fara fram miðvikudaginn 9. mars en karlaleikirnir daginn eftir. Úrslitaleikirnir verða báðir laugardaginn 12. mars. Allir leikirnir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Hörður á Ísafirði og FH eiga enn eftir að mætast í 16- liða úrslitunum. Þórsarar mæta sigurvegurum þeirrar rimmu í átta liða úrslitum.

Undanúrslit kvenna

  • KA/Þór - Fram
  • ÍBV - Valur

Undanúrslit karla

  • Hörður/FH eða Þór - Valur
  • Selfoss - KA