Bikarmeistararnir aftur í úrslitahelgina?
Þórsarar mæta Herði frá Ísafirði eða FH á útivelli í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta. Bikarmeistarar KA/Þórs taka á móti Aftureldingu eða HK og nái KA-menn að sigra Stjörnuna í Garðabæ á miðvikudag taka þeir annað hvort á móti Gróttu eða Haukum.
KA/Þór ætti að eiga greiða leið í fjögurra liða úrslitahelgina því Afturelding og HK eru í tveimur neðstu sætum Olís deildar Íslandsmótsins. Staðan er snúnari hjá karlaliðum bæjarins; gera verður ráð fyrir að FH-ingar sigri Hörð frá Ísafirði og Haukar vinni Gróttu.
Dregið var í átta liða úrslit bikarkeppninnar í morgun.
Coca-Cola bikar karla
Valur/HK – Vængir Júpíters/Víkingur
Stjarnan/KA – Grótta/Haukar
Hörður/FH – Þór
ÍR/Selfoss – Kórdrengir/ÍBV
Coca-Coca bikar kvenna
Valur – Selfoss/Haukar
ÍR/Grótta – Víkingur/Fram
Fjölnir-Fylkir/ÍBV – FH/Stjarnan
KA/Þór – Afturelding/HK
Leikirnir sem eftir eru í 16-liða úrslitum fara fram í vikunni en átta liða úrslitin strax um næstu helgi, 19. og 20. febrúar.
Úrslitahelgi Coca Cola bikarkeppninnar fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði dagana 9. til 13. mars.