Íþróttir
Bikarleikur Vestra og Þórs sýndur beint
10.08.2021 kl. 17:15
Markvörðurinn ungi, Auðunn Ingi Valtýsson, og Sveinn Elías Jónsson, aðstoðarþjálfari, eftir sigurleikinn gegn Grindavík í síðustu umferð bikarkeppninni. Auðunn Ingi er aftur í byrjunarliðinu í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar mæta liði Vestra í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, klukkan 18.00 á Ísafirði. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á netinu, smellið hér til að horfa.
Þór hóf leik í 2. umferð bikarkeppninnar, sigraði þá Magna 3:0 í Boganum með mörkum Sölva Sverrissonar, Fannars Daða Malmquist Gíslasonar og Aðalgeirs Axelssonar og í 32-liða úrslitum lögðu Þórsarar lið Grindavíkur að velli, 2:1, á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) þar sem Jakob Snær Árnason og Alvaro Montejo Calleja skoruðu.
Leikskýrslan er kominn á netið, smellið hér til að sjá byrjunarlið Þórs.