Besta deildin: KA fær FH í heimsókn í dag
KA fær FH í heimsókn í dag í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið.
KA er í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig að loknum fjórum leikjum. Fyrstu þrír leikirnir voru á heimavelli: KA vann ÍBV og gerði síðan jafntefli við KR og Keflavík. KA-menn töpuðu svo 1:0 í hörkuleik gegn Víkingi í Reykjavík í síðustu umferð þar sem heimamenn gerðu sigurmarkið á síðustu stundu.
FH-ingar eru í þriðja sæti, tveimur stigum á undan KA; þeir gerðu jafntefli við Fram í fyrstu umferðinni, töpuðu síðan fyrir Fylki en unnu KR 3:0 í síðustu umferð.
KA vann FH í báðum leikjum deildarkeppninnar í fyrrasumar, fyrst 1:0 á Dalvík þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson gerði eina markið úr víti á lokasekúndunum og síðan 3:0 í Hafnarfirði þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson, Nökkvi Þeyr (víti) og Bryan Van Den Bogaert skoruðu.