Íþróttir
Baldur Örn kominn aftur til Þórs
13.08.2021 kl. 12:10
Samningurinn handsalaður. Bjarki Ármann Oddsson þjálfari, Baldur Örn Jóhannesson og Jón Ingi Baldvinsson þjálfari. Mynd af heimasíðu Þórs.
Körfuboltamaðurinn Baldur Örn Jóhannesson er komin til Þórs á ný eftir eins árs veru í herbúðum Njarðvíkur.
„Baldur Örn er okkur Þórsurum vel kunnur en kappinn er uppalinn hjá félaginu og hefur unnið til fjölmargra titla með yngri flokkum en hann er í hinum sigursæla 2001 árgangi,“ segir á heimasíðu Þórs. Þar segir að hann hafi unnið marga titla með yngri flokkum félagsins og verið valinn mikilvægast leikmaðurinn (MVP) þegar Þór sigraði á Scania Cup og varð þar með óopinber Norðurlandameistari vorið 2017.
Baldur Örn á 16 landsleiki að baki með U15 og U16.