Íþróttir
Axel þjálfar besta kvennalið Noregs
12.03.2021 kl. 10:29
Þórsarinn Axel Stefánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Storhamar frá og með næsta keppnistímabili. Storhamar er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en keppni liggur niður þessa dagana. Axel mun vinna við hlið Kenneth Gabrielsens sem er einn þjálfari liðsins í dag. Handbolti.is greinir frá þessu í morgun. Smellið hér til að lesa frétt handbolta.is.