Fara í efni
Íþróttir

Aron og Birkir komnir með 90 landsleiki

Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason á HM í Rússlandi 2018. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Akureyringarnir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, og Birkir Bjarnason, léku báðir með Íslandi gegn Ungverjalandi í Búdapest í gærkvöldi; úrslitaleik um sæti á EM í knattspyrnu, sem tapaðist 2:1.

Þetta var 90. landsleikur beggja en aðeins fimm hafa náð þeim áfanga með karlalandsliðinu. Rúnar Kristinsson lék á sínum 104 sinnum með A-landsliðinu og er leikjahæstur, Ragnar Sigurðsson er í öðru sæti með 96 landsleiki og Birkir Már Sævarsson á að baki 93 landsleiki.

Aron er sem kunnugt er uppalinn Þórsari og lék 11 leiki í meistaraflokki áður en hann hélt ungur í atvinnumennsku, og Birkir lék í yngri flokkunum með KA áður en fjölskyldan flutti til Noregs.