Íþróttir
Aron framlengir – Þór hefur leik á föstudag
20.09.2022 kl. 14:32
Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, og Aron Hólm Kristjánsson handsala samninginn.
Aron Hólm Kristjánsson framlengdi í dag samning við handknattleiksdeild Þórs. Aron, sem er tvítugur, er einn reyndasti leikmaður Þórs þrátt fyrir ungan aldur. Gríðarlega efnilegur leikmaður, en meiðsli settu mikinn strik í reikninginn síðasta vetur.
Íslandsmótið í handbolta fór nýlega af stað og keppni í Grill 66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, hefst á föstudag þegar Þór fær Fjölni í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í Höllinni.
Gaman verður að sjá hvernig Þórsarar mæta til leiks en tveir spennandi leikmenn gengu til liðs við félagið í sumar, Kostadin Petrov, 29 ára stór og sterkur línumaður frá Norður-Makedóníu – landi Stevce Alusevski þjálfara – og 22 ára færeyskur hornamaður, Jonn Rói.