Fara í efni
Íþróttir

Arnór Þór tekinn inn í heiðurshöll Bergischer

Fabian Gutbrod og Arnór Þór Gunnarsson eftir að þeir luku leikmannaferliunum með Bergischer HC á sunnudag eftir samtals 21 ár í fremstu víglínu. Ljósmynd: Bergischer HC

Arnór Þór Gunnarsson var tekinn í heiðurshöll þýska handknattleiksliðsins Bergischer HC á sunnudaginn eftir að hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið eftir 11 ára samfellda veru. Þetta kemur fram á handboltavef Íslands, handbolti.is.

Bergischer fékk lið Erlangen í heimsókn í síðustu umferð deildarinnar og tapaði með eins marks mun, 30:29. Arnór Þór gerði tvö mörk í þessum síðasta leik ferilsins, fyrsta mark Bergischer í leiknum og það síðasta.

„Dagurinn var sérstakur en skemmtilegur með síðasta leiknum og nær því allri fjölskyldunni á meðal áhorfenda, þar á meðal voru mamma og pabbi [Jóna Arnórsdóttir og Gunnar Malmquist Gunnarsson]. Þau sáu mig spila fyrsta meistaraflokksleikinn með Þór á sínum tíma fyrir nærri 20 árum og voru einnig áhorfendur á síðasta leiknum. Það rammaði ferlilinn aðeins inn.“

Nánar hér á handbolti.is

Umfjöllun Akureyri.net um Arnór í síðustu viku: Lítur stoltur um öxl og hlakkar mikið til