Fara í efni
Íþróttir

Arnór markahæstur í stórsigri Bergischer

„Þetta var auðveldur leikur. Síðustu leikir höfðu verið strembnir og mikið jafnræði í þeim öllum en í þessum var ljóst frá fyrstu mínútu að þeir ættu ekki möguleika í okkur,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir að Bergischer burstaði Ludwigshafen, eitt af neðstu liðunum, 28:19 á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handbolta.

„Við spiluðum frábæra vörn í 60 mínútur og þegar við náum því er erfitt að vinna okkur,“ sagði Arnór. Hann var markahæsti maður vallarins, gerði sex mörk, þar af fjögur úr vítum.

Á þriðjudaginn steinlágu Oddur Gretarsson og félagar í Balingen, 36:36, fyrir HSG Wetzlar á útivelli. Oddi tókst því ekki að halda upp á val í HM-hóp landsliðsins fyrr um daginn með bravör, en gerði þó tvö mörk í leiknum. Þá töpuðu Sveinbjörn Pétursson og félagar í EHV Aue, 28:24, fyrir Lübbecke á útivelli í 2. deild. Aue er í sjötta sæti deildarinnar. Þetta var þriðji leikurinn undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, sem hljóp í skarðið eftir að þjálfarinn veiktist á dögunum, og var fyrsta tapið. Aue vann fyrsta leik Rúnars og gerði síðan jafntefli.