Fara í efni
Íþróttir

Arnór Atlason áfram þjálfari hjá Álaborg

Arnór Atlason og Stefán Madsen, aðalþjálfari Álaborgarliðsins.

Arnór Atlason, fyrrverandi leikmaður KA, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Nýi samningurinn gildir til ársins 2023. Handboltavefurinn handbolti.is greinir frá þessu í morgun. 

Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins frá sumrinu 2018 þegar hann lagði keppnisskóna á hilluna eftir langan og glæsilegan handknattleiksferil á Íslandi, Þýskalandi, í Frakklandi en lengst af í Danmörku. 

Samhliða starfi sínu hjá Aalborg verður Arnór áfram þjálfari U19 ára landsliðs Danmerkur í karlaflokki.