Anna Soffía fékk tvö gull á Mjölnir Open
Anna Soffía Víkingsdóttir, sem keppir í brasilísku Jiu Jitsu fyrir hönd Atlantic AK, hlaut tvenn gullverðlaun á Mjölnir Open mótinu sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. „Glímt var af krafti og tekist á um að yfirbuga andstæðinginn međ fastataki, lás eđa hengingu,“ segir í tilkynningu frá Atlantic AK.
Mótið var það stærsta hérlendis til þessa, keppendur alls 94. Þátttakendur voru alls staðar af landinu, þar af átta frá bardagaklúbbnum Atlantic AK á Akureyri.
Anna Soffía sigraði bæði í sínum flokki og í opnum flokki kvenna, eftir æsispennandi úrslitaglímu við Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Rut Pétursdóttir frá Atlantic AK hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki.
Eiður Sigurðsson úr VBC í Reykjavík sigraði í opnum flokki karla eftir úrslitaglímu við Halldór Loga Valsson úr Mjölni.
Yfirþjálfari Atlantic AK, Tómas Pálsson, segist í tilkynningu vera gríðarlega stoltur af sínu fólki. Hann segir keppnislið klúbbsins rétt að byrja og nú væri stefnan tekin á fleiri mót.
„Ljóst er að brasilískt Jiu Jitsu er vinsælt sport og fer hratt vaxandi hérlendis. Þess má geta að íþróttin er fremsta sjálfsvarnaríþrótt í heimi og styrkir því oft einstaklinga bæði andlega og líkamlega,“ segir í tilkynningunni.
Anna Soffía einbeitt, búinn að fá fullkomnu valdi á andstæðingnum.
Damian Wozniel, liðsmaður Atlantic AK, til vinstri.
Breki Harðarson, einn helsti liðsmaður Atlantic AK, til hægri.
Kaspars Karklins úr Atlantic AK, til vinstri, einbeittur að setja lás á andstæðinginn.