Fara í efni
Íþróttir

Alþjóðlegt mót í siglingum hefst í dag

Æfingadagur keppenda var í gær Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Alþjóðlegt siglingamót, Rs Aero Arctic, hefst á Pollinum við Akureyri fyrir hádegi í dag og stendur til miðvikudags. Þetta er fyrsta alþjóðlega mótið í kænusiglingum á Íslandi í aldarfjórðung, síðan Smáþjóðaleikarnir fóru fram í Reykjavík 1997, og það fyrsta á Akureyri, eins og Akureyri.net greindi frá um helgina.

Siglingaklúbburinn Nökkvi fékk senda 16 keppnisbáta erlendis frá, báta af nýjustu gerð, sem leigðir eru fyrir mótið og tveir slíkir að auki eru sendir frá Reykjavík. Keppendur á mótinu eru um 20, þar af liðlega helmingur útlendingar sem koma frá sjö löndum, Bandaríkjunum, Kanada og frá Evrópu.

Æfingadagur var í gær fyrir keppendur og þá voru meðfylgjandi myndir teknar.