Fara í efni
Íþróttir

Allt þarf að ganga upp, segir þjálfari KA

KA-menn á æfingu í Sporthalle Hollgasse, heimavelli HC Fivers í Vínarborg.

KA mætir austurríska liðinu HC Fivers í Evrópukeppninni í handbolta í Vínarborg í dag eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag.

„Það er pínulítið erfitt að segja til um það,“ segir Jónatan Magnússon, þjálfari KA, spurður um möguleikana á því að lið hans komist áfram í keppninni. „Við höfum verið að vega og meta styrkleika og veikleika Fivers og ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að líkurnar á að við vinnum séu minni en meiri, sérstaklega í ljósi þess að heimaleikurinn okkar verður hér úti.“

Jónatan segir hins vegar að nái KA-menn að leika eins og þeir vilja helst gæti verkefnið orðið „Ef við náum að hægja á þeim og ná að leika á okkar hraða gæti þetta orðið jafnt, en það þarf allt að ganga upp til þess að við vinnum þá,“ sagði þjálfari KA.

Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag að íslenskum tíma. Hann verður ekki sýndur í sjónvarpi eða á netinu eftir því sem næst verður komist. Seinni leikurinn verður hins vegar sýndur í sjónvarpi í Austurríki og hugsanlega hægt að ná þeirri útsendingu. Akureyri.net mun reyna að komast að því. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

Fyrstu Evrópuleikir KA-manna í 17 ár

KA-menn á æfingu í Sporthalle Hollgasse, heimavelli HC Fivers í Vínarborg.

KA-strákarnir á fundi í Vínarborg þar sem Jónatan fór vel yfir andstæðingana í HC Fivers.