Fara í efni
Íþróttir

Akureyringar mögulega á ÓL ungmenna

Sex Akureyringar hafa verið valdir í úrtakshóp Skíðasambands Íslands fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fara fram í Gangwon í Suður Kóreu í byrjun næsta árs, 19. janúar til 1. febrúar.

Það var nefnd hverrar greinar hjá SKÍ ásamt afreksstjóra og þjálfurum Hæfileikamótunar SKÍ sem völdu hópinn. Það mun síðan koma í ljós 18. desember hvaða 4-6 einstaklingar verða valdir til að taka þátt fyrir Íslands hönd á leikunum.

„Undirbúningur fyrir leikana er vel á veg kominn og hafa öll þessi ungmenni lagt mikið á sig við æfingar og meðal annars mætt á þrekæfingabúðir hérlendis og farið erlendis í haust eða eru á leiðinni í þessum mánuði til að geta stundað æfingar á snjó. Þrjú þeirra eru búsett í Noregi og þar af tvö sem stunda nám í skíðamenntaskóla þar í landi. Það verður spennandi að fylgjast með þessum krökkum í framtíðinni,“ segir á vef Skíðasambandsins.

Nöfn Akureyringanna eru rauðletruð.

Alpagreinar

Aníta Mist Fjalarsdóttir - SKA

Rebekka Sunna Brynjarsdóttir - SKA

Sonja Li Kristinsdóttir - SKA

Ólafur Kristinn Sveinsson - SKA

Eyrún Erla Gestsdóttir - Víking

Sara Möll Jóhannsdóttir - Ármann

Þórdís Helga Grétarsdóttir - Víking

Andri Kári Unnarsson - Ármann

Dagur Ýmir Sveinsson - Dalvík

Eyvindur H. Warén - ÚÍA

Þorkell Breki Gunnarsson - Ármann

Freestyle (park & pipe)

Jónar Sebastian Giljan Grímsson - KR

Skíðaganga

Árný Helga Birkisdóttir - SKA

Róbert Bragi Kárason SKA

María Kristín Ólafsdóttir - Ullur

Svava Rós Kristófersdóttir - SFÓ

Unnur Guðfinna Daníelsdóttir - SFÍ

Eyþór Freyr Árnason - SFÍ

Grétar Smári Samúelsson - SFÍ

Hjalti Böðvarsson - Ullur

Snjóbretti

Reynar Hlynsson - BFH