Fara í efni
Íþróttir

Akureyringar komnir yfir í einvíginu

Baltasar Hjálmarsson skorar fjórða mark SA í kvöld með glæsilegu skoti. Pökkurinn festist uppi í þaknetinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

SA Víkingar, lið Skautafélags Akureyrar, sigraði Skautafélag Reykjavíkur 5:3 í kvöld í þriðja úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Leikið var á Akureyri. SA Víkingar eru þar með komnir með yfirhöndina í einvíginu, 2:1, en þrjá sigra þarf til að verða meistari. Liðin mætast næst í Skautahöllinni í Laugardal á þriðjudagskvöldið og í fimmta skipti, ef með þarf, á Akureyri næsta fimmtudag.

Mörkin í kvöld:

  • 1:0 Jóhann Leifsson (3,02 mín. – stoðsending Gunnar Arason)
  • 2:0 Andri Skúlason (25,43 mín. – stoðsending Orri Blöndal)
  • 3:0 Orri Blöndal (28,23 mín.)
  • 3:1 Kári Arnarsson (29,39 mín.)
  • 3:2 Miloslav Racansky (37,07 mín. – stoðsending Gunnlaugur Þorsteinsson)
  • 4:2 Baltasar Hjálmarsson (38,40 mín. – stoðsending Gunnar Arason)
  • 4:3 Robbie Sigurðsson (43,36 mín.)
  • 5:3 Ormur Jónsson (47,55 mín. – stoðsending Gunnar Arason)

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum

Baltasar fagnar markinu með tilþrifum. Pökkurinn er á „sínum stað“ eins og sjá má!. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.