Íþróttir
100 áhorfendur leyfðir á íþróttakeppni
13.04.2021 kl. 17:25
Heimilt verður að hleypa allt að 100 áhorfendum inn á íþróttakappleiki frá og með fimmtudeginum. Þegar nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar í morgun kom fram að áhorfendur yrðu ekki leyfðir og var það í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis. Þeirri ákvörðun hefur verið breytt og nú kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins að allt að 100 skráðir áhorfendur megi mæta til að fylgjast með íþróttakeppni. Börn verða talin með.
Gert er ráð fyrir að keppni á Íslandsmótinu í handbolta og körfubolta hefjist á ný í lok næstu viku.
Fram kemur á mbl.is að efsta deild kvenna í fóbolta, Pepsi Max deildin, hefjist líklega 4. maí eins og til stóð. Áætlað var að Pepsi Max deild karla hæfist 22. apríl en fyrstu leikjunum verður væntanlega eitthvað seinkað.