Fara í efni
Íþróttir

Ágæt frammistaða en naumt tap Þórsara

Smári Jónsson, til hægri, einn besti maður Þórsliðsins undanfarið, og fyrirliðinn, Kolbeinn Fannar Gíslason, sem snéri aftur eftir nokkurra leikja fjarvera, verjast gestunum í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu naumlega fyrir Hrunamönnum, 89:85, í 1. deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Þórsliðið lék býsna vel; þetta var að líkindum einn besti leikur liðsins í vetur. Í raun vantaði aðeins herslumum til þess að Þórsstrákarnir fögnuðu sigri.

  • Skorið eftir leikhlutum: 24:25 – 16:27 (40:52) – 26:20 – 19:17 – 85:89

Þórsarar börðust eins og ljón og voru mun grimmari en í mörgum undanförnum leikjum. Toni Cutuk var atkvæðamestur þeirra, gerði 29 stig og tók 12 fráköst, Smári Jónsson gerði 20 stig, átti fjórar stoðsendingar og náði sjö fráköstum, Páll Nóel Hjálmarsson gerði 12 stig, gaf tvær stoðsendingar og tók þrjú fráköst og Kolbeinn Fannar Gíslason gerði 11 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Hér er umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs.