Íþróttir
Æfa við frábærar aðstæður í Tindastóli
31.10.2022 kl. 14:17
Hópur á vegum Skíðafélags Akureyrar hefur æft tvær síðustu helgar á skíðasvæði Sauðkrækinga í Tindastóli við frábærar aðstæður. Þar er nægur snjór og gott færi.
Fyrir rúmri viku skíðaði hópurinn frjálst en um nýliðna helgi var æft undir leiðsögn Jóns Óskars Andréssonar þjálfara. „Veðrið hefur verið frábært og það er ágæt tilbreyting að hefja æfingar á Íslandi í október – hvað þá í sól,“ segir Magnús Finnsson, sem er í alpagreinanefnd Skíðafélags Akureyrar við Akureyri.net.