3. flokkur KA Íslands- og bikarmeistari
Strákarnir í liði KA/Hamranna urðu Íslandsmeistarar 3. flokks í knattspyrnu á föstudaginn þegar þeir unnu ÍA/Skallagrím 2:0 á heimavelli. Með því ráku þeir smiðshöggið á frábært sumar því liðið varð einnig bikarmeistari; sigraði Breiðablik í úrslitaleik um miðjan september.
Meistararnir eru á myndinni, sem tekin var eftir leikinn á föstudaginn. Aftari röð frá vinstri: Ellert Örn Erlingsson liðsstjóri, Viktor Breki Hjartarson, Askur Nói Barry, Tómas Kristinsson, Sigursteinn Ýmir Birgisson, Andri Valur Finnbogason, Jóhann Mikael Ingólfsson, Viktor Máni Sævarsson, Ævar Breki Ottesen Ævarsson, Aron Daði Stefánsson, Eiður Ben Eiríksson þjálfari. Fremri röð frá vinstri; Rúnar Leó Hólmarsson, Kristján Breki Pétursson, Mikael Breki Þórðarson, Halldór Ragúel Guðbjartsson, Steindór Ingi Tómasson, Þórir Hrafn Ellertsson, Breki Snær Ketilsson, Árni Veigar Árnason.