Fara í efni
Íþróttir

12 Akureyringar með landsliðinu á HM

Nokkrir Íslandsmeistara SA stilltu sér upp fyrir Akureyri.net á æfingu á dögunum með Íslandsbikarinn. Aftari röð frá vinstri: Heiðar Gauti Jóhannsson, Heiðar Örn Kristveigarson, Róbert Máni Hafberg, Jóhann Már Leifsson, Andri Már Mikaelsson og Halldór Ingi Skúlason. Fremri röð frá vinstri: Jakob Ernfelt Jóhannesson, Unnar Hafberg Rúnarsson, Gunnar Aðalgeir Arason, Hafþór Andri Sigrúnarson og Róbert Andri Steingrímsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

B-keppni 2. deildar heimsmeistarakeppninnar í íshokkí hefst í dag, annan í páskum. Leikið verður í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík, þar sem eigast við Ísland, Búlgaría, Mexíkó, Belgía og Georgía.

12 Akureyringar eru í leikmannahópi landsliðsþjálfaranna Vladimir Kolek og Sami Lehtinen (þjálfara SA) fyrir HM, þar af spiluðu 11 með SA í vetur en Alex Orongan lék með Skautafélagi Reykjavíkur.

Sig­urlið riðils­ins fer upp í A-keppn­ina en liðið sem hafn­ar í neðsta sæti fer niður í 3. deild.

Leikir Íslands:

  • Mánudag 18. apríl 16.30 Ísland – Búlgaría
  • Miðvikudag 20. apríl 16.30 Ísland – Georgía
  • Föstudag 22. apríl 20.00 Ísland – Mexíkó
  • Laugardag 23. apríl 20.00 Ísland - Belgía

Landslið Íslands á HM er þannig skipað; nöfn Akureyringanna rauðletruð:

  • Jóhann Björgvin Ragnarsson
  • Jakob Ernfelt Jóhannesson
  • Sölvi Atlason
  • Robbie Sigurdsson
  • Hákon Marteinn Magnússon
  • Björn Róbert Sigurðarson
  • Kári Arnarsson
  • Heidar Örn Kristveigarson
  • Unnar Hafberg Rúnarsson
  • Andri Már Mikaelsson
  • Axel Orongan (SR)
  • Heiðar Gauti Jóhannsson
  • Jóhann Már Leifsson
  • Hafþór Andri Sigrúnarson
  • Markús Máni Ólafarson
  • Gunnar Aðalgeir Arason
  • Róbert Freyr Pálsson
  • Bjarki Reyr Johannesson
  • Atli Þór Sveinsson
  • Róbert Máni Hafberg
  • Halldór Ingi Skúlason
  • Thorgils Eggertsson