100. mark Hallgríms Mars – eða 114. markið
Þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA í 3:0 í bikarleiknum gegn Fram í gærkvöldi var tilkynnt á KA-vellinum að það hefði verið 100. mark framherjans snjalla fyrir félagið. Það er rétt svo langt sem það nær.
Tölfræði Hallgríms með KA lýtur þannig út:
- A-deild Íslandsmótsins – 54 mörk
- B-deild Íslandsmótsins – 31
- Bikarkeppnin – 13
- Evrópukeppni – 2
Þarna eru komin 100 mörk. Þess verður að geta að Hallgrímur hefur að auki gert 14 mörk fyrir KA í Lengjubikarkeppni KSÍ, sem áður kallaðist deildabikarkeppni. Þar er vissulega um að ræða æfingamót en þó opinbert mót á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Svo hefur Hallgrímur vitaskuld skorað í ýmsum óopinberum æfingaleikjum en þau mörk eru ekki talin með í þessari samantekt.
Hallgrímur Mar innsiglar hér 3:0 sigur KA í gærkvöldi. Hann skoraði með hnitmiðuðu skoti vinstra megin úr vítateignum; sendi boltann neðst í hornið fær. Mynd: Skapti Hallgrímsson