Íþróttir
100. landsleikur Arons líklega gegn S-Arabíu
21.10.2022 kl. 16:10

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Allar líkur eru á að 100. landsleikur Þórsarans Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, verði gegn Sádi-Arabíu 6. nóvember. Þjóðirnar mætast þá í vináttuleik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari kynnti í dag hóp leikmanna sem taka þátt í verkefninu. Margir eru úr íslensku deildinni, m.a. KA-maðurinn Daníel Hafsteinsson eins og fram kom fyrr í dag, þar sem ekki er um alþjóðan landsleikjadag að ræða og leikmenn flestra erlendra liða því uppteknir við störf hjá vinnuveitendum sínum. Félagslið í Katar, þar sem Aron Einar leikur, verða hins vegar komin í frí vegna heimsmeistaramótsins sem hefst þar í landi 20. nóvember.
Smellið hér til að sjá landsliðshópinn.