Vorhreinsun gatna stendur yfir í bænum
Vorhreinsun gatna stendur nú yfir í bænum og Akureyrarbær notar m.a. smáskilaboð (SMS) til að koma upplýsingum á framfæri við íbúa svo þeir geti fært ökutækin sín tímabundið á meðan á hreinsun stendur. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.
Þar segir:
Stofnbrautir, tengi- og safngötur, húsagötur og gönguleiðir eru sópaðar. Þvottur á götum er hins vegar ekki hluti af vorhreinsun.
Áður en sópað er í einstökum hverfum/húsagötum eru íbúar látnir vita á hverfissíðu viðkomandi hverfis á Facebook auk þess sem merkingar eru settar upp í hverfinu með fyrirvara áður en byrjað er að sópa. Einnig getur fólk fengið smáskilaboð í símann sinn en þá þurfa gsm-númer að vera skráð í gagnagrunni 1819.is. Sjá HÉR.
Til að auðvelda þrifin eru íbúar beðnir um að færa bifreiðar sínar og önnur faratæki af almennum svæðum í götum og hvattir til að sópa og þrifa við hús sín áður en götur eru sópaðar. Einungs eru þrifnar götur í eigu Akureyrarbæjar, ekki er farið inn fyrir lóðarmörk.
Næsta mánudag, 24. apríl, verður byrjað að sópa í íbúðahverfum og líkt og endranær verður byrjað á Eyrinni.