Fara í efni
Fréttir

Vorhreingerningar á fullu

Gámar fyrir garðaúrgang eru komnir á sex staði í bænum og standa þar til 19. maí. Þessi er hjá Bónus við Langholt.

Vorið er tími hreingerninga, innan dyra og utan. Fjölmargir fóru á stúfana á plokkdeginum í lok apríl, en nú er vorhreinsun bæjarins í fullum gangi, götur sópaðar og næsta skref að taka við garðaúrgangi frá íbúunum eftir snyrtingu garða og gróðurs við heimili og vinnustaði. 

Vakin er athygli á að starfsfólk bæjarins mun ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðamörkum. Á vegum bæjarins hefur hins vegar verið komið fyrir gáumum á eftirtalda staði og þar verða þeir til 19. maí:

  • Bugðusíða við leiksvæði
  • Aðalstræti sunnan Duggufjöru
  • Bónus við Kjarnagötu
  • Bónus við Langholt
  • Krambúðin við Byggðaveg
  • Nettó í Hrísalund

Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér þessa gáma.

Einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli. 


Vorhreinsunin er komin af stað fólk þegar farið að skila garðaúrgangi í gámana.