Fara í efni
Fréttir

Virðingarleysi, vitleysa, gerræði

Jón Már Héðinsson fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jón Már Héðinsson, fyrr­ver­andi skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri, seg­ir skýrslu stýri­hóps mennta-og barna­málaráðherra um efl­ingu fram­halds­skóla „væg­ast sagt vafa­sama for­sendu fyr­ir því að leggja skól­ana niður.“ Hann er mótfallinn áformum um sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, MA og VMA, og segir þau virðing­ar­leysi við það öfl­uga nám og starf sem unnið er í báðum skól­un­um.

Þetta kemur fram í ítarlegu og mjög fróðlegu viðtali við Jón Má á mbl.is í dag.

Hér eru nokkrar punktar úr viðtalinu:

  • Jón Már tekur und­ir það sem formaður fram­halds­skóla­kenn­ara seg­ir um skýrslu sem er lögð er til grund­vall­ar ákvörðunar ráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, „að þar hafi menn bara búið til töl­ur og rök­laus­ar full­yrðing­ar sem staðreynd­ir, sem skýrslu­höf­und­ar gefa sér svo sem ein­hvern út­gangspunkt.“
  • „Það er furðulegt hvernig skýrslu­höf­und­ar og embætt­is­fólk ráðuneyt­is hafa kokkað upp þessa skýrslu og telja ráðherra trú um að þessi árás, á þessa tvo skóla, auki far­sæld og val­mögu­leika nem­enda. Hér ligg­ur annað að baki sem ekki er sagt og það er ekki heiðarlegt.“
  • Jón Már gef­ur lítið fyr­ir mein­ingu þeirra sem segja að skóla­menn­ing og hefðir komi ekki í veg fyr­ir sam­ein­ing­una. Það eru kannski þeir sem hugsa skóla sem excel-skjal, sem láta sér detta svona bull í hug.“
  • Jón Már seg­ir langa hefð fyr­ir sam­starfi skól­anna á Norður­landi. Til að mynda hafi ráðuneyti mennta­mála ráðgert að sam­eina skól­ana vorið 2015, en þá stóðu skóla­meist­ar­ar skól­anna sam­an gegn áformun­um og sann­færðu þáver­andi mennta­málaráðherra um að mun far­sælla væri að auka sam­starf milli skól­anna.
  • „Sam­starf er mun skyn­sam­legri leið“ 
  • „Þetta eru sömu hót­an­ir og hafðar voru uppi vorið 2015, orðræðan kunn­ug­leg en offorsið virðist meira nú. 
  • Allt reglu­verk í kring­um fjár­veit­ing­ar til skól­anna er loðið og óljóst. Sem dæmi þá breyt­ir ráðuneytið gjarn­an leik­regl­um í miðjum leik.
  • MA hafði fullt leyfi til að taka inn alla nem­end­ur sem sóttu um skól­ann vorið 2022 og skól­inn átti að fá fjár­veit­ingu með þeim, sem virðast ekki hafa skilað sér, en það er ljóst að kostnaður við þessa nem­end­ur hverf­ur ekki.
  • Ekki er til skóla­sýn og skóla­stefna fyr­ir Ísland, hvernig skólastarf og skóla við vilj­um hafa í land­inu. Á meðan svo er má bú­ast við að ráðherr­ar hlaupi upp með svona ger­ræði á fjög­urra ára fresti.
  • Jón Már er ánægður með nem­end­ur skól­anna. Þeir þurfi að benda stjórn­mála­fólki á að nú fari að stytt­ast í þing­kosn­ing­ar. „Ég vona að nem­end­ur láti ekki þetta svo­kallaða full­orðna fólk kúga sig til hlýðni í svona vit­leysu.“

Smellið hér til að sjá viðtalið við Jón Má á mbl.is