Fara í efni
Fréttir

Virðing, samkennd og væntumþykja

Berglind Júlíusdóttir og Edda Ásgrímsdóttir eru hópstjórar verkefnisins, Frú Ragnheiður.

Fjallað er um verkefnið Frú Ragnheiður í pistli vikunnar frá starfsfólki Rauða krossins við Eyjafjörð.

„Verkefnið Frú Ragnheiður er starfrækt á þremur þéttbýlisstöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri. Verkefnið byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja skaða og áhættu sem hlýst af notkun vímuefna, frekar en að fyrirbyggja notkunina sjálfa,“ segir í pistlinum.

Þar segir einnig: „Frú Ragnheiður hefur það markmið að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Það er gert með því að veita þjónustu sem auðvelt er að nálgast í nærumhverfi einstaklingsins. Öll geta leitað til Frú Ragnheiðar en verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu á borð við húsnæðislausa einstaklinga og þau sem nota vímuefni í æð.“

Smellið hér til að lesa pistil dagsins