Viltu spyrja frambjóðendur?
Akureyringar velja sér bæjarfulltrúa til starfa næstu fjögur ár þegar kosið verður til sveitarstjórna hér á landi laugardaginn 14. maí næstkomandi.
Ljóst er að mikil endurnýjun verður í bæjarstjórn eftir kosningarnar í maí vegna þess hve margir núverandi bæjarfulltrúa hafa ákveðið að draga sig í hlé. Aðeins tveir oddvitar frá því fyrir fjórum árum eru aftur í efsta sæti, Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingu, og Hlynur Jóhannsson, Miðflokki, en fleiri sitjandi bæjarfulltrúar eru þó í framboði.
Gera má ráð fyrir að kjósendur hafi áhuga á að kynnast stefnumálum framboðanna og sjónarmiðum frambjóðenda.
- Hverjar verða áherslurnar? Margt brennur á fólki; skipulagsmál hafa til dæmis verið mjög til umræðu á kjörtímabilinu, atvinnumál, rekstur öldrunarheimilanna, sem bærinn skilaði til ríkisins, uppbygging íþróttamannvirkja og þannig mætti lengja telja.
Akureyri.net vill gefa bæjarbúum tækifæri til að beina spurningum til frambjóðenda í aðdraganda kosninganna.
Fólk er hvatt til þess að nýta tækifærið næstu vikur. Sendið spurningar á netfangið skapti@akureyri.net, þeim verður komið áleiðis og svörin birt á Akureyri.net þegar þau berast.
Farið er fram á að spurningar verði málefnalegar. Spyrjendur þurfa að gefa Akureyri.net upp nafn og símanúmer svo hægt sé að sannreyna að allt sé með felldu.
Framboðin eru þessi, í stafrófsröð – og nöfn fjögurra efstu á hverjum lista.
Flokkur fólksins
- Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir
- Málfríður Þórðardóttir, ljósmóðir
- Jón Hjaltason, sagnfræðingur
- Hannesína Scheving, bráðahjúkrunarfræðingur
Framsóknarflokkur
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir, framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi
- Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri í brothættum byggðum
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Sverre Andreas Jakobsson, þjónustustjóri fyrirtækjaviðskipta á NA-svæði hjá Arionbanka og aðstoðarþjálfari meistaraflokks KA í handbolta
Kattaframboð
- Snorri Ásmundsson listamaður fyrir köttinn Reykjavík
- Ásgeir Ólafsson Lie markþjálfi fyrir Pusegutt
- Ragnheiður Gunnarsdóttir kattakona fyrir Snúbba
- Jóhanna María Elena Matthíasdóttir ferðamálafræðingur fyrir Pjakk
L-listi
- Gunnar Líndal Sigurðsson, forstöðumaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttir, ÍAK einkaþjálfari
- Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi
- Andri Teitsson, bæjarfulltrúi
Miðflokkur
- Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi
- Inga Dís Sigurðardóttir, kennari
- Finnur Aðalbjörnsson, framkvæmdastjóri
- Sigrún Elva Briem, heilbrigðisritari HSN
Píratar
- Hrafndís Bára Einarsdóttir, leikkona og viðburðastýra
- Karl Halldór Vinther Reynisson, hönnuður
- Erna Sigrún Hallgrímsdóttir, öryrki/liðveitandi/nemi
- Embla Björk Hróadóttir, rafeindavirki
Samfylking
- Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi
- Sindri Kristjánsson, yfirlögfræðingur
- Elsa María Guðmundsdóttir, grunnskólakennari
- Ísak Már Jóhannesson, umhverfisfræðingur
Sjálfstæðisflokkur
- Heimir Örn Árnason, deildarstjóri
- Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari
- Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi og kaupmaður
- Hildur Brynjarsdóttir, þjónustufulltrúi
Vinstri hreyfingin – grænt framboð
- Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi
- Ásrún Ýr Gestsdóttir, háskólanemi
- Sif Jóhannesar Ástudóttir, verkefnastjóri
- Hermann Arason, framkvæmdastjóri