Fara í efni
Fréttir

Vill að Ísland verði „hugsað upp á nýtt“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, flugmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri á Akureyri, birti umhugsunarverða grein á Facebook síðu sinni í dag. Þar hvetur hann til þess að Ísland verði hugsað upp á nýtt, eins og hann orðar það. 

Þorvaldur nefnir til dæmis öryggissjónarmið, hagfræðileg ruðningsáhrif vegna stórfelldrar uppbyggingar í Reykjavík og byggðapot.

Skrif Þorvaldar Lúðvíks má líka lesa sem aðsenda grein á Akureyri.net

„Við núverandi aðstæður er galið að hugsa til þess að helstu innviðir þjóðarinnar, stjórnsýsla, menningarstofnanir, samgöngumannvirki, orkudreifing, ríkisfyrirtæki, og svo framvegis, skuli hafa verið byggðir upp á sömu þúfu, sem síðan hefur leitt til byggðaröskunar og ójafnræðis eftir búsetu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík meðal annars. „Séu meðfylgjandi myndir skoðaðar má furða sig á því hvers vegna engin langtímahugsun eða hagsmunamat virðist hafa verið lögð til grundvallar út frá hreinum öryggissjónarmiðum.“
 
Smellið hér til að lesa grein Þorvaldar Lúðvíks.