Fara í efni
Fréttir

Viljum vera hluti hins siðmenntaða heims

Í kvöld er eitt ár síðan Úkraínumenn vöknuðu upp við þann vonda draum að Rússar réðust inn í landið.

Blaðamaðurinn Lesia Moskalenko kom sem flóttamaður til Akureyar eftir innrás Rússa. Hún hefur skrifað pistla um Úkraínumenn og heimalandið fyrir Akureyri.net í vetur og birtist sá áttundi í dag. Þar rifjar hún upp daginn sem innrásin hófst og fer yfir gang mála árin á undan; stríðið hófst nefnilega mun fyrr að hennar sögn – „þegar Rússar réðust inn í land okkar, á Krímskaga og í Donbas árið 2014,“ segir Lesia.

„Við fyrstu sýn virðist árás Rússa á Úkraínu árið 2022 fáránleg. Svo er hins vegar ekki. Eftir Virðingarbyltinguna 2014 áttaði rússneski einræðisherrann sig á því að Úkraína var á hraðri leið frá Rússlandi og sovéskri fortíð. Við erum Evrópuland og viljum vera hluti hins siðmenntaða heims. Hann ákvað því að ná yfirráðum í landinu með valdi áður en okkur tækist ætlunarverkið.“

Smellið hér til að lesa pistil Lesiu Moskelenko.